englagrautur

þar sem ýkjur auka skilning

miðvikudagur, nóvember 10, 2004

Ef jörðin rifnar

Við mæðginin vorum að ganga úr skólanum í morgun:

- mamma, það væri mjög slæmt ef jörðin myndi rifna í tvennt og við myndum lenda á sitthvorum helmingnum.
- já, það er alveg rétt hjá þér
- Það væri eiginlega betra ef við myndum fylgjast með sprungunni og reyna að vera sömu megin við hana. Eða hoppa yfir svo við getum verið saman
- já. Á ég að hoppa yfir til þín, eða þú til mín?
- þú til mín, það eru svo miklir pollar hjá þér!

----------------------------------------------------------

Ég spurði hann í gær hvað það væri sem foreldar gerðu:
Mömmur:
- vinna
- fæða mann
- og gefa manni að borða

pabbar:
- vinna mikið
- gefa manni að borða

mér fannst þetta eitthvað takmarkað verksvið, en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir þá fékkst ekki meira upp piltinum. Þegar ég spurði hann hvað það væri sem börnin gerðu, fékk ég eftirfarandi svar:

börn:
- Leika sér við vini sína

Af þessu að dæma þá er bara ágætt að vera barn...