englagrautur

þar sem ýkjur auka skilning

sunnudagur, nóvember 07, 2004

Söngur

Eins og á öllum betri heimilum var Idolkvöld hjá okkur í gær. Þetta er nú meira ruglið þetta Idol. Samt einhvernveginn límist maður fastur við skjáinn og tekur varla eftir því hvað maður er að eyða mörgum mínútum í vitleysu.

Sverrir er Bubba maður og segir fullum fetum að hann haldi með honum. Ég held að það þýði að Bubbi sé uppáhalds tónlistarmaðurinn hans, en er þó ekki alveg viss hvaða plata er í mestu uppiáhaldi. Hann hefur ítrekað sagt mér að Bubbi kunni að syngja á grænlensku og það er sko ekki á allra færi.

Hlustar hann með andakt á dóm Bubba og eru hans orð þau einu og sönnu. (En áður en kóngurinn kveður upp dóm sinn, lítur hann á móður sína og spyr hvað henni finnist um sönginn).

Hann er þó sjálfur að æfast í því að taka sjálfstæða ákvörðun um þessa mikilvægu hluti, eins og hver syngi vel og hver geri það illa.
Í gær var honum alveg nóg boðið:
"Nei, mamma þetta er hræðilegt! Úff..þetta er eiginlega bara fyndið...þessi ætti bara að vera að syngja í Spaugstofunni!"

Ég held hann hafi þessa næmni fyrir tónlist, vegna fallegs söngs móður sinnar....
...sem komst ekki í Idol vegna aldurs..og einskis annars!