englagrautur

þar sem ýkjur auka skilning

laugardagur, október 23, 2004

Hinn fullkomni samkeppnisheimur

Ég var að tala við mann í dag. Hann var að koma úr ferðalagi frá útlöndum. Landið sem hann fór til er land sem einu sinni tilheyrði Sovétríkjunum.
Í þessu landi er fullt af verksmiðjum og vinnuaflið ódýrt. Það er því vinsællt fyrir fyrirtæki sem þurfa að greiða fólki í heimalandi sínu himinhá laun, að vera með rekstur þarna.
Maðurinn sem ég talaði við fór í heimsókn í svona verksmiðju, þar sem íslenskt fyrirtæki er með rekstur.
- Þar er verið að vinna með gerfiefni sem eru ekki góð fyrir lungunn
- Í verksmiðjunni er engin loftræsting.
- Á sumrin er 50 gráðu heitt þarna inni.
- Það er beinlínis eitrað andrúmsloft þarna inni.
- Einn af Íslendingunum sem var þarna í heimsókn, gafst upp og hljóp út.
- Fólkið er með 30 þúsund á mánuði.

Aðspurður sagði sá sem stýrir þessari verksmiðju að því miður væru engar vinnureglur eða lög sem þeir þyrftu að fara eftir, en það kæmi að því. Þangað til virðast þeir gera það sem hentar þeim best, því (að hans sögn) ef þeir væru með reksturinn engöngu í heimalandinu, þá myndu þeir tapa fullt af pengingum og enda með því að fara á hausinn.