Saga úr fortíðinni
Sonur minn á það til að segja brandara alveg ómeðvitað. Einn góður kom frá honum fyrir nokkrum árum (fólk er nú vant að lifa lengi á fornri frægð). Margir hafa heyrt þessa sögu, en verða eiginlega bara að láta sig hafa það að heyra hana einu sinni enn..fyrir hina sem þekkja hana ekki:
Við erum í útskriftarveislu hjá Magnúsi bróður mínum og er margt um manninn þar. Sverrir er víst eitthvað skyldur móður sinni og á þ.a.l. ekki erfitt með að kynnast fólki og er eitthvað að spjalla við veislugesti. Hann stendur í hópi fólks, þar sem m.a. er gömul kona. Hann lítur til hennar og segir:
- Veistu að í gamla dag voru til risaeðlur!
- Já, það er rétt hjá þér (segir sú gamla)
Svo þegir Sverri í örlitla stund á meðan hann horfir íbygginn á konuna..
- Varstu ekki hrædd við þær?
Aldur er afstæður og það er tíminn líka
Njótið helgarinnar fallega
<< Home