englagrautur

þar sem ýkjur auka skilning

fimmtudagur, október 07, 2004

strákar 1

Því hefur verið haldið fram að strákar verði mun veikari en stelpur, þegar þeir verða veikir.
Ég get auðvitað ekki fullyrt um alla stráka út frá mínum en..

...sonur minn er veikur. Hann var svo veikur í gær að mér stóð ekki á sama. Fór með hann til læknis og á meðan við biðum eftir lækninum, hjúfraði hann sig upp að mér, í úlpu og með húfu og stundi í öðrum hvorum andadrætti - skít kalt. Honum fannst erfitt að tala og var aldrei þessu vant frekar hljóður. Svo segir hann: "ég er nú venjulega frekar stuðugur" "Já" segi ég, "en núna?" "Nei, ekkert sérlega".

Nei, hann var sko ekkert sérlega stuðugur í gær.

En hann er búinn að jafna sig í dag. Er hin hressasti og borðar eins og hestur og talar eins og saumaklúbbakelling. Nei, eins og saumaklubbakellingar. Og segir að sér finnist leiðinlegt að vera veikur og skilji ekkert í því af hverju hann hafi þurft að verða veikur akkúrat núna!