englagrautur

þar sem ýkjur auka skilning

fimmtudagur, september 30, 2004

Hagfræðitímadagur

Ég var í hagfræðitímanum mínum í dag. Í fyrsta tímanum vorum við uþb 20 - í dag 5. Rosa vinsæll kennari.
Í dag vorum við að ræða um langanir neytendans út frá jafngildislínum.
Jafngildislína er lína sem sýnir samsetta neyslu sem gefur af sér sömu ánægju. Sem þýðir í raun að við þurfum alltaf að velja og hafna. Við getum aldrei keypt allt sem okkur langar í, alveg sama hvað við erum rík. Ef við kaupum eina peysu, getum við bara pantað eina pizzu. Ef við kaupum tvær peysur - getum við bara pantað brauðstangir. Við veljum og sættum okkur við valið.

Sagði hann (kennarinn) að þetta væri ekki bara hjá einstaklingum, heldur stæðu þjóðir einnig frammi fyrir þessum vanda. Algengt dæmi um þetta væri byssur vs smjör.
Hvort ættu þjóðir að byrgja sig upp af vopnum eða smjöri? (smjör stendur þá fyrir nauðsynjar)
Svo sagði hann: það er til hagfræðilegur brandari um þetta vandamál!

(og nú halda allir niðrí sér andanum)

"Þetta væri í raun hvorki mikið vandamál né erfitt val fyrir þjóðir. Því það hafa fleiri dáið af smjöri en byssum".

Mér finnst þetta bara alls ekkert fyndið.

Svo ég haldi áfram með hann, þá er ég með tilvitnun í hann - svo ég nái kannski að kasta örlítilli týru á hvað er að stuða mig. Eftirfarandi setningar koma frá honum, þegar við erum að fara yfir glærur sem hann sendi okkur sjálfur og var að kenna:

"Ég ætla ekki alveg að hætta mér út í þetta. Ég þarf að skoða þetta betur sjálfur ef ég á að fara í þetta með ykkur. ...hvað um það, ég held allavegana að þetta skilyrði gildi... við getum örugglega skoðað þetta í bókinni."