englagrautur

þar sem ýkjur auka skilning

þriðjudagur, september 21, 2004

Rómantík er tík tíkanna

Já, einu sinni var rætt um rómantískar flísar. Svo var eitthvað minnst á að rómantíkin í þeirra garð væri þverrandi. Jú, mikil ósköp - sú rómantík er gjörsamlega horfin.
Ég var búin að setja mér það markmið að klára baðherbergið fyrir miðvikudag (síðastliðinn) og það kvöld átti ég bara eftir að setja upp blöndunartækin...

þá fór allt að fara til fjandans...

það bara lak og lak og lak. Á mig, á nýju flísarnar og nýja kíttið. Í raun var barasta allt á floti. Sá vökvi sem ekki kom úr lögnunum í veggnum, kom úr augunum mínum.
Þetta gat ekki verið að gerast.

En jú, jú..

Þetta var svo sannarlega að gerast. Ég fékk pípara í morgun. Þessi elska - þessi hjartans elska -
BORAÐI STÓRA HOLU Í VEGGINN MINN - Eyðilagði fullt af flísum og eina sem hann sagði var: ég þarf að fara aðeins neðar...
...og fleiri flísar fuku í sturtubotnin

Núna er hola í veggnum sem er á stærð við stóra álfasundlaug. Og enn einhver bið á að ég komist í sturtu.

og ég sem er alveg að verða búin með ilmvatnið mitt...