englagrautur

þar sem ýkjur auka skilning

sunnudagur, september 12, 2004

Í lausu lofti

Hér var ég byrjuð á miklum pælingum um mikilvægi hugleiðslu og einhverskonar tengingu við æðri mátt. En sá mjög fljótlega að þessum hugleiðingum yrði að gera betri skil en í nokkrum línum, skrifuðum í flýti.

Kveikjan að þessum hugleiðingum er þó eitthvað á þessa leið:
ég er dugleg. ég er að gera góða hluti. ég stend mína plikt og gott það.
ég á yndislega vini. ég elska og er elskuð.

Samt skortir mig eitthvað.
Ég er ekki sátt.
Mig skortir tengingu við almættið. Tengingu sem ég hafði en sinnti ekki og ég finn hvernig böndin eru að rofna á kostnað innri friðar.
Mér finnst ég hlaupa áfram í takt við skipanir gráu mannanna í Mómó.

Áður en þeir eignast mig alveg, verð ég að gera eitthvað...