englagrautur

þar sem ýkjur auka skilning

þriðjudagur, september 07, 2004

Rómantískar flísar

Ef einhver hefur haft það á tilfinningunni að ég hafi séð það í rómantískum hyllingum að fara að taka baðherbergið mitt í gegn - þá má vel vera að sá hinn sami hafi rétt fyrir sér.

En - það má breyta

Eftir langa mæðu, fóru flísarnar af. Mesta mildi þykir að ég missti ekki nema 3 fingur við þetta tiltæki og er einungis með 4 marbletti á vinstri hönd. Tveir þeirra eru nokkuð skemmtilegir. Minna á blóðpoka, eins og eru í blóðbankanum, nema "mínir" eru fyrir álfa.
Hægri handleggurinn er farinn að hugsa sjálfstætt og leitar eins og vitlaus væri að Stjána bláa - ætlar víst að skora á hann í sjómann.

Mér tókst að losa sturtuklefann frá sturtubotninum. Hélt í hreinskilni talað að hann væri límdur við botninn. En mikið puð og púl sá ég að máltækið "að hanga saman á skítnum" er ekki gripið úr lausu lofti...og ekki orð um það meir.

Nú lyktar berstrípað baðherbergið mitt eins og eyðibýli og ég veit ekki alveg hvað ég á að gera næst..kannski ég flytji bara???