englagrautur

þar sem ýkjur auka skilning

mánudagur, ágúst 30, 2004

Sætar stelpur og feitir karlar

Í síðustu viku var doktorsverkefni Tinnu nokkurar gert að umtalsefni í fjölmiðlum (man því miður ekki hvers dóttir hún er - gæti vel þegið að fá að vita það)
Hún skoðaði meðal annars atvinnuþáttöku áfengissjúklinga og komst að þeirri niðurstöðu að áfengisneysla kæmi ekki niður á atvinnuþáttöku þeirra sem misnota áfengi.
Gott að vita það!

Annað sem hún skoðaði var offita og atvinnuþáttaka.

Niðurstöður voru þær ef konur væru of feitar, hefði það áhrif á störf þeirra. Þær fá ekki sömu tækifæri og mjóu kynsystur sínar, og ekki heldur sömutækifæri og strákarnir - hvort sem þeir eru of feitir eða bara "venjulegir".
Ef feit kona grennir sig um 20 kg. jafngildir það því (fyrir atvinnuhorfur hennar) að hún hafi bætt við sig mastersgráðu...

Flestir eru sammála því að gífulegar útlistkröfur eru gerðar til kvenna. Töluvert hefur t.d. verið fjallað um amerísku sápuóperurnar, sem fjalla flestar um feita kjánalega karlmenn og mjóu kláru konurnar þeirra.
Ef við lítum til fjölmiðla og þeirra sem þar starfa. Sjónvarpið. Ég held að ég geti fullyrt að allar konur sem eru mikið á skjánum, eru frekar grannar og huggulegar. Ég held að ég geti einnig fullyrt að ekki verður það sama sagt um alla karlmenn sem vinna á þeim miðli.
Ég ætla ekkert að fara að nafngreina fólk, en mér detta strax nokkrir karlkyns fréttamenn í hug - á báðum stöðvum. Sumir þeirra eru í það lélegu líkamlegu ástandi að best væri að stefna Sportacusi á þá. Ég er nokkuð viss um að þetta líkamsástand yrði aldrei þolað, ef um kvenmenn væri að ræða.

Ég er búin að hugsa mikið um þetta undanfarna daga. Ræða þetta við marga og allir eru sammála um að þetta sé misræmi sem verður að leiðrétta.

En það sem stendur í mér, er hvernig viljum við leiðrétta þetta misræmi?
Hvort viljum við að stelpurnar fái að vera eins feitar og karlarnir eða að þeir verði að vera eins mjóir og sætir og stelpurnar?

Ég er hreinlega ekki viss...