Hindranir
Við mæðginin vorum á rúntinum í rigningunni.
- Mamma, hvað er hindrun?
- Hindrun er eitthvað sem stoppar t.d. einhvern í að gera eitthvað sem hann gæti annars gert...
- Já...Mamma, hvað er hraðahindrun?
Ég átti einmitt von á þessari spurningu og svaraði henni skammarlaust:
- Hún kemur einmitt í veg fyrir að fólk getir keyrt hratt.
- Já...en mamma, hvað er viðskiptahindrun?
- ...
Ég var næstum því búin að keyra útaf. Þessi spurning rifjaði upp fyrir mér svipað samtal sem átti sér stað fyrir uþb 2 árum. Spaugstofan hafði verið að gera grín að starfslokasamningi einhvers mikilmennisins. Sverrir hafði horft á þennan þátt, steinþegjandi og hljóðalaust (því þrátt fyrir góðan vilja, þá er spaugstofan alls ekki fyndin)
Daginn eftir erum við að keyra og hann (aldrei þessu vant) hefur setið hljóður í dágóða stund, greinilega mjög djúpt hugsi.
Svo spyr hann:
- Mamma, hvað er starfslokasamningur?
Ég útskýri það fyrir honum og hann segir bara "já" og heldur áfram að hugsa
Daginn eftir er hann kominn til pabba síns og fer að fræða hann um starfslokasamninga...
og svo kemur "hugsuþögnin"
og..
-Pabbi, hvenær fæ ég starfslokasamning?
- ...
Ég veit ekki alveg upp úr hvaða tunnu þessi drengur er dreginn.
Í gær kom hann inn með bekkjarbróður sínum og á leið sinni inn í unglingaherbergið kemur hann inní stofu til mín og spyr:
-mamma, áttu eitthvað gott rokk?
Rokk..auðvitað á ég milljón rokkdiska handa barninu
mér sýnist að nú sé komið að uppeldisatriði sem ég er ekkert svakalega sleip í..ég lánaði honum Leaves og er hún á fullu blasti..málið er að hvorki ég né Sverrir erum alveg með það á hreinu hvort Leaves sé rokkhljómsveit!
<< Home