Skólinn
Sverrir kom með mér í skólann í dag.
Ég sýndi bara hörku og sagði að hann yrði að vera stilltur, mætti ekki nöldra og svo framvegis. Hann stóð sig alveg ljómandi vel litla skinnið. Sérstaklega fyrir hlé.
Honum fannst reyndar skipulagið á þessu blessaða skólastarfi eitthvað undarlegt.
Við sitjum á kaffistofunni, í fríminútunum og borðum morgunhressinguna okkar:
- mamma, eru fríminúturnar svo eftir morgunhressinguna?
- þetta eru fríminúturnar.
-Ha!!!! fríminútur og morgunhressing á sama tíma!!
- Hélstu að við myndum öll fara út að leika, eftir morgunhressingu?
- nei, ekki leika, bara fara út!
Heiðri Háskólans sem menntastofnun var bjargað af Snorra skólabróður mínum, sem fór út með Sverri og hlupu þeir saman hringinn í kringum Háskólabíó (Sverrir vann)
Samúð mín gagnvart kennurum er þverrandi og ekki er pirringur minn gagnvart stjórnvöldum minni. Þeim virðist vera alveg sama, hvort samið er eða ekki.
Þegar búið er að semja er ég að hugsa um að senda KÍ reikning fyrir barnapössun sem ég hef þurft að kaupa þessa önnina. Það er nefninlega alveg öruggt að námslánin mín hækka ekki neitt, þó laun kennara komi til með að gera það!
<< Home