englagrautur

þar sem ýkjur auka skilning

mánudagur, nóvember 08, 2004

Af sunnudags sundferðum

Er búin að komast að því að besti tíminn til að fara í sund er á kvöldin. Það verður allt einhvernvegin öðru vísi í myrkrinu.

Nema tattúveraði gaurinn (það er jú sunnudagur) komst að því áðan að hann talar þýsku!!!!
ég er orðin vægast sagt forvitin. Þjóðverji með íslenska skjaldamerkið all over!

Tvö, þrjú skipti í viðbót og ég gef mig á tal við hann.
það er nefninlega betra fyrir hann ef hann segir mér sögu sína, því sagan sem ég hef í huga um hann, er alls ekki svo hliðholl honum...alveg án þess að ég sé að halda því fram að hann sé vondur maður.