Enn um Idolið
Horfði á Idolið með öðru auganu í gær (get náttúrulega alls ekki viðurkennt að ég horfi reglulega á þáttinn). Bubbi er enn ákveðnari en í síðustu seríu að vera þessi fúli á móti. En hann er þó skotinn í sumum og fer þá ekki leynt með það. Hann heldur ekkert aftur að sér og segir stelpunum sem eru að gera eitthvað fyrir hann að þær séu að því. "Sæt, sexy, vel vaxin" eru lýsingarorð sem hann tók sér í munn í gær. "Ég horfi auðvitað á þig sem konu, á meðan þú ert að syngja" sagði hann líka. Stelpan bara roðnaði og var hin ánægðasta með það komment. Hver vill ekki að Bubbi horfi á sig sem konu - ég bara spyr?
En Sigga?
Sigga sagði við stelpurnar að það væri svo gaman að sjá þegar fólk notaði sinn persónulega stíl. "Lífleg á sviði" "Fallegt dress" og þar fram eftir götunum. Það kræfasta sem hún sagði var "þú komst inn á sviðið eins og drottning, afslöppuð og flott, lést mér líða vel" (eitthvað á þá leið)
Afhverju segir Sigga ekki að henni finnist stelpurnar sætar og sexy?
Það gæti náttúrulega verið að henni lítist bara ekki á neina þarna. En ég held samt ekki. Hins vegar þegar kemur að strákunum segir hún "þú ert sætur strákur" og svo framvegis. Reyndar sleppti hún alveg að tala um að þeir séu sexy..sem er ágætt, ef mið er tekið af því hvaða strákar hún telur vera sæta...
Myndi hún misbjóða stelpunum ef hún segði þeim að henni þætti þær sætar og sexy?
Eða
Myndi hún misbjóða þjóðinni ef hún segði að henni þættu stelpur sætar og sexy?
Ætli við séum ekki eins "frjáls" og við viljum vera láta?
<< Home