englagrautur

þar sem ýkjur auka skilning

þriðjudagur, nóvember 30, 2004

Varúð

Við þau ykkar sem hafið sagt í gegnum tíðina að þið ætlið sko ekki að gera svona og svona, eins og mamma og/eða pabbi, hef ég bara eitt að segja:þið ráðið engu um það!! Það bara gerist.

Mér hefur oft á tíðum þótt mamma mín vera frekar frammískækin. Þ.e. að hún skipuleggi langt, langt fram í tímann og hef ég ósjaldan gert grín að henni vegna þessa.

Núna lítur út fyrir að fjölskyldan á Akureyri komi suður um jólin...

...og til að gera langa sögu stutta, þá er ég búin að sitja hér og hugsa hvernig fyllingu ég eigi að gera í hnetusteikina...hvernig var sósan aftur sem ég gerði í fyrra?.... Malt og appelsín...eða?
Á ég einhver föt sem gætu flokkast sem jólaföt? Ætti ég að fá lánaðan bedda? Kannski er best að ég sofi inni hjá Sverri? Ætli Sverrir geti gleymt hangikjötinu? Ætli sé rutt á milli Reykjavíkur og Keflavíkur á jólunum? osfrv osfrv

Auðvitað hlæ ég innra með mér af þessari vitleysu í mér. En það er þó eitt sem ég hef lært og það er að ástæðan fyrir því að ég læt svona er bara út af því að ég hlakka svo til að hafa þau hjá mér...
...og þar sem ég er svo ótrúlega lík móður minni, þá hlýtur það að vera sama ástæða fyrir því að hún spyr mig í janúar, hvort ég sé eitthvað farin að velta því fyrir mér hvar við verðum á jólunum...