englagrautur

þar sem ýkjur auka skilning

föstudagur, desember 03, 2004

Nýr stóðhestur í húsdýragarðinum

Frétt dagsins er vafalaust þessi: Eins og venja er mun þekktur stóðhestur dvelja í vetur í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Í gær, þriðjudaginn 30. nóvember, kom stóðhesturinn Hamur frá Þóroddsstöðum í garðinn.
Hamur er undan Galdri frá Laugarvatni og Hlökk frá Laugarvatni. hann er rauðstjörnóttur, vindhærður, það er að hann er rauður á skrokkinn og með stjörnu á enni og grásprengt (vindhært) fax og tagl. Hann er fæddur 1992 og er því á 13. vetri. Hamur er í eigu Bjarna Þorkelssonar og Hrossaræktarsambands Vesturlands.
Hamur hlaut hæstu einkunn í kynbótadómi á Landsmóti hestamanna á Melgerðismelum árið 1998. Aðaleinkunn var 8,50.

Því miður gat ég ekki látið mynd fréttarinnar fylgja með, en fyrir áhugasama bendi ég á síðu 34 í Fréttablaðinu. Þar er myndin og undir henni stendur "Stóðhestur gagnast hryssu"
Mjög tignarlegt og flott.

Svo segi ég bara: allir í húsdýragarðinn, þar er eitthvað að skoða allan ársins hring!