englagrautur

þar sem ýkjur auka skilning

föstudagur, desember 10, 2004

well well

Svona til að létta af spennunni, þá gekk mér ágætlega í prófinu. Meira get ég ekkert sagt. Gerði fullt, en ef ég hefði haft klukkutíma í viðbót hefði ég náð að koma því frá mér sem ég vissi. Einn af mínum Akkelíesarhælum er að vera stundum lengi að hugsa. En þetta er búið, bækur komnar upp í hillu og annað efni komið á borstofuborðið – sem heitir þessa dagana læruborð.

Eftir prófið hagaði ég mér eins og ég væri komin í jólafrí – eða eins og mig langaði til að vera í jólafríi.

- ég þvoði þvott eins og ég ætti lífið að leysa
- ég ryksugaði bak við rúmið – fann ekki Geirfinn
- ég snéri dýnunni við – og hef þar með endurheimt mitt gamla pláss í rúminu
- ég opnaði rauðvín - og drakk
- ég horfði á sjónvarpið – án þess að vera með samviskubit

Sjónvarpið já...

Bachelorette – þetta er nú meira ruglið og það sem ég á eftir að fylgjast með þessu. Það voru nokkrir þarna sem ég væri alveg til í að kynnast nánar...skil nú samt ekki afhverju hún henti “latíno elskhuganum” frá sér, hann sem á bæði fallega móður og fallega systur sem hafa kennt honum að koma vel fram við konur og svo er hann (að eigin sögn) mjög fallegur sjálfur...

En nei hún er greinilega meira fyrir þægindin og ákvað að fara á fyrsta “einmennings” eða kannski “tvímennings” stefnumót með manninum sem gaf henni humangus bleika inniskó.

Þetta verður ótrúlega spennandi...