englagrautur

þar sem ýkjur auka skilning

þriðjudagur, desember 07, 2004

Læknir

Tölvan mín fór til læknis í gær - ekki alveg á besta tíma.
Reyndar hef ég komist að því að það er ekki til neitt sem heitir "besti tími" fyrir netfíkla að missa tölvuna sína.

Þegar ég kom heim frá tölvuspítalanum í gærkvöldi, settist ég og horfði út í loftið. Ég meina hvað gerir maður þegar maður hefur ekki tölvuna sína?????

Jú ok maður lærir - einmitt!!!

í gærkvöldi náði ég semsagt (ásamt því að læra) að raða treflunum mínum, þrífa forstofuna. Taka til í lyfjaskápnum. Henti fullt af gömlum eyrnadropum og öðru slíku. Fann meira að segja stíla sem runnu út 2001. Ég braut saman þvott, þurrkaði af og var að fara að setja ryksuguna í samband, þegar ég sló mig utanundir og sendi mig í rúmið.

Tölvan kemur örugglega ekki heim fyrr en á föstudaginn - þannig að ég safna sögum í sarpinn þangað til. Reyndar komin með tvær góðar, en hef ekki tíma til að segja þær hér og nú...

Hafið það gott elskurnar mínar... ekki gleyma að elska, því það er svo gott.