englagrautur

þar sem ýkjur auka skilning

mánudagur, desember 13, 2004

Gamlir vinir

Ég rambaði á gamlan vin í dag. Hann sagði mér að hann vildi taka upp gömul kynni við mig. Eitt ár án nokkurs orðs og svo allt í einu bang og bingó og við áttum að halda áfram þar sem frá var horfið.
Ég sagði honum frá Jóni og að það bara gengi ekki upp, hans vegna. Þó svo að hann sé mjög tillitssamur þá er ekki víst að hann sé tilbúinn í að kyngja svona "side project".

Gamli vinurinn reyndi eins og hann gat að halda andlitinu og spurði mig hvernig væri að vera kærastan hans Jóns. Ég sagði honum að það væri gott og gaman og erfitt og flókið og einfalt og yndislegt en umfram allt skemmtilegt. Hann kyngdi því og á ég ekki von á því að hann setji sig mikið í samband við mig í framtíðinni.

Hann á eftir að halda áfram að hugsa til mín annað slagið og ég á sjálfsagt eftir að gera slíkt hið sama þegar Jón er í einum af sínum löngu ferðalögum.