englagrautur

þar sem ýkjur auka skilning

þriðjudagur, desember 28, 2004

Lélegt minni

Það er óhjákvæmilegt að hægja aðeins á sér og hugsa um lífið og tilveruna á stundum sem þessum. Svakaleg flóð skolaði öllu þessu fólki í burtu, tók öll þessi líf og ef fer sem horfir eiga mun fleiri líf eftir að týnast af völdum þessa.

Alveg hryllilegt, allt þetta fólk, öll þessi sorg...


ég var að horfa á fréttirnar í kvöld og Logi sagði mér að það væri ár síðan jarðskjálftarnir í Íran tóku fleiri fleiri mannslíf...

What? Einhversstaðar lengst lengst inní mér þykist ég muna eftir þeim harmförum.

Er ég svona? Ótrúlega tilfinningarík, sest jafnvel niður og fæ tár í augun yfir grimmd heimsins og ömurleika og hvað svo? Einu ári seinna man ég ekki einu sinni eftir því að eitthvað slæmt hafi gerst? Verð ég búin að gleyma flóðunum við Indlandshaf að ári?

Ég er líklegast ekkert skárri en fólkið sem ég dæmi og hæðist að.