Sorg
Fyrir rúmu ári (sem gæti alveg eins þýtt fyrir tveimur árum - er svo léleg í svona tölum) þá kom nýtt apótek í JL húsið. Það apótek heitir Lyf og Heilsa. Það hefði verið allt í lagi ef ekki hefði verið fyrir apótekið Hringbrautar apóek.
Einn af síðustu apótekurum landsins sem ekki voru í stóru keðjuleðjupakkanum. Ég talaði við fólkið í apótekinu og við vorum alveg sammála um að þetta væri hálfgerður yfirgangur hjá þeim þarna sem allt vilja eignast. Og ég sór þess eið að versla aldrei við Lyf og Heilsu heldur bara Hringbrautar apótek
Við þetta hef ég staðið, fyrir utan eitt eða tvö skipti sem ég hef þurft að fara í Lyfju
Mjög stolt af sjálfri mér að hafa ekki einu sinni komið inn í nýja apótekið í JL húsinu og alltaf brosað hughreystandi til apótekarans í apótekinu mínu þegar ég kom og keypti mér hóstasaft eða apótekaralakkrís.
Átti svo erindi í morgun í apótekið. Fékk mína fínu þjónustu en svo þegar ég var að fara þá segir afgreiðslustúlkan við mig: vegna þess að við vorum að sameinast Lyf og heilsu síðustu mánaðarmót og komum til með að flytja verslun okkar yfir þá ætla ég að bjóða þér svona opnunargjöf.....
Ég horfði á stúlkuna með tárin í augunum (ég - ekki hún) og bað hana að endurtaka það sem hún hafði sagt. Alveg án árangurs, því hún sagði bara það sama aftur.
Ég sá fyrir mér apótekarann á samningafundi hjá djöflinum, þar sem honum hafði verið stillt upp við vegg og hótað með öllu illu að selja búðina sína...og til að bjarga fjölskyldunni þá gerði hann það...
um leið og ég gekk frá afgreiðsluboriðnu tautaði ég "helvítis græðgi alltaf hreint" og skildi gjöfnina eftir á borðinu..
...og hvar á ég nú að versla?
<< Home