englagrautur

þar sem ýkjur auka skilning

miðvikudagur, desember 22, 2004

Engar smá kökur

Það er nú ekki á hverjum degi sem maður nær að vera búin að gera tvær sortir fyrir hálf ellefu.
Ekkert smá dugleg og ekkert smá flottar kökur.

Önnur tegundin er svona amerískar kökur sem maður fær í Hagkaup (þar sem íslendingum finnst jú skemmtilegast að versla) - tilbúið deig. Fyrra hollið var svolítið dökkt, af því að ég var svo hrædd um að þær yrðu hráar..allt í lagi - ég gef þær bara

Hinar heita Spesíur.. ég er nú svo aumingjagóð (eins og alþjóð veit) að ég hafði mínar spesíur með húðsjúkdóm. Og ég elska þær alveg jafn mikið og ef þær hefðu hann ekki - jafnvel meira.
Húðsjúkdómurinn lýsir sér þannig að súkkulaði droparnir sem eru ofan á kökunum eru allir bólóttir, af því að þeir voru aðeins of lengi í ofninum - af því að ég var svo hrædd um að þær yrðu hráar.

Þetta var auðvitað allt fyrir sambýlismann minn gert. Svo fékk hann náttúrulega leið á þessu í miðju kafi og fór út að leika sér og ég kláraði baksturinn ein..og hlustaði á Dolly og Kenny syngja falleg jólalög.

Fátt jólalegra en þau tvö að syngja saman.