englagrautur

þar sem ýkjur auka skilning

föstudagur, janúar 07, 2005

Halldór Ásgríms

Ég sá Halldór Ásgríms í fréttunum í gær. Það er hræðilegt að sjá manninn. Ætli hann þjáist af díoxíneitrun?

Keypti mér nýja dagbók á nýju ári. Þessi bók er þeim kostum gædd að hafa "spakmæli" af einhverjum toga á hverri opnu. Ég var að fletta í henni og sá nokkur alveg snilldar góð:

- Minni kostingarþátttaka bendir til þess að færri kjósendur hafi farið á kjörstað. (Dan Quayle, varaforseti Bandaríkjanna)

- Það er sannarlega við hæfi að við komum hér saman í dag til þess að minnast Abrahams Lincolns, sem fæddist í bjálkakofa er hann reisti með eigin höndum. (Ronald Regan hinn eini sanni)

Jiii hvað ég er þakklát fyrir að vera bara vesturbæingur frá Dalvík.