englagrautur

þar sem ýkjur auka skilning

þriðjudagur, janúar 11, 2005

Sambönd

Eins og margir hafa eflaust tekið eftir þá er ástin mér hugleikin. Sambönd eru það líka, enda oft nátengd ástinni. Ég var að tala um ástina og sambönd við vin minn um daginn. Hann er tiltölulega nýkominn úr löngu sambandi og segist núna vera að læra upp á nýtt að vera “ég” í stað “við

Ég var eitthvað að reyna að gefa honum sýn á hvernig mér finndist þetta eiga að vera: tveir einstaklingar sem eru samferða, en ekki tveir eintaklingar sem verða einn og fara sömu leið.

Ég og þú saman.

Eftir á fór ég að hugsa um hvort ég hefði komið þessu almennilega frá mér. Ég veit það ekki, hef ekki spurt hann. En hins vegar mundi ég allt í einu eftir spekingnum Kahlil Gibran og því sem hann segir um þessi mál:


Þið fæddust saman, og saman skuluð þið verða að eilífu ...
En verið þó sjálfstæð í einingu ykkar, og látið vinda himinsins leika milli ykkar.
Elskið hvort annað, en látið ástina ekki verða að fjötrum ...
Fyllið hvors annars bikar, en drekkið ekki af sömu skál.
Gefið hvort öðru brauð ykkar, en borðið ekki af sama hleifi.
Syngið og dansið saman og verið glöð, en leyfið hvort öðru að vera einu, eins og strengir fiðlunnar eru einir, þótt þeir leiki sama lag.
Gefið hvort öðru hjarta ykkar, en setjið það ekki í fangelsi.
Og standið saman, en ekki of nærri hvort öðru: Því að það er bil á milli musterissúlnanna og eikin og kýpursviðurinn vaxa ekki hvort í annars skugga.

Svo fallegt og svo rétt...