englagrautur

þar sem ýkjur auka skilning

fimmtudagur, janúar 13, 2005

Fortíðardraugur - 2

Einu sinni fyrir mörgum árum, þegar ég var ung stelpa, átti ég einhverskonar elskuga. Þessi strákur var að læra að vera pípari, eins og pabbi hans og unnu þeir feðgar saman. Rétt um það leiti sem við hættum að elskast saman, sprakk klóakið heima hjá mér – hljómar ekki eins slæmt og það í raun var.

Nema hvað að þegar ég kem heim úr skólanum, þá var verið að vinna í þessu: pabbinn, elskhuginn og besti vinur hans. Ég viðurkenni fúslega að ég skammaðist mín örlítið.
Árin liðu og ég sá hann ekki meir. Ég frétti þó af honum annað slagið í gegnum sameiginlega vini. Held að ég geti sagt með vissu að ég hafi ekki séð hann í a.m.k. 12 ár, eða þangað til um daginn.

Hittumst á bar og rifjuðum upp gamla tíma. Mér til mikills hryllings var minnið hans það gott að hann mundi vel eftir klóakinu sprungna. Við hlógum að gömlu tímunum. Tímunum þegar maður var ungur og saklaus og lék sér þar sem vindurinn blés manni.
Þegar var kominn tími til að kveðjast, kvöddumst við. Ég hugsaði með mér að þetta hefði nú verið skemmtilegt - Lifandi fortíðardraugur.

Framhald....