englagrautur

þar sem ýkjur auka skilning

mánudagur, janúar 24, 2005

Uppgötvun

Þessi helgi er búin að vera eitthvað svo full af öllu. Full tilfinninga. Full þroska. Full óþroska. Full lærdóms og uppgötvana.
Umkringd góðu fólki, en samt uppfull söknuðar. Umkringd ást en þó svo ástlaus.
Full gleði en þó svo ósköp sorgmædd.

Ég komst að því að maður verður að hlusta fyrst og fremst á sitt hjarta. Maður getur ekki ákveðið að svona (eins og hjá hinum) eigi líf manns að vera. Mitt líf er alveg einstakt í sinni röð.

Það hugsar enginn eins og ég, er enginn eins og ég og því veit enginn nema ég hvernig best er fyrir mig að haga hlutunum.