Stéttaskipting
Ég á alveg frábæran nágranna. Nei, ég á frábæra nágranna, en það er einn sem er frábærari en hinir. Hann er "pabbinn" í húsinu, þakkar mér fyrir ef ég hreinsa beðin eða slæ grasið í garðinum okkar. Svona eins og ég hafi verið að gera honum alveg persónulegan greiða.
Hann segir heldur aldrei neitt ef ég missi mig aðeins í volume takkanum seint á helgarkvöldum.
Hann gaf mér meira að segja gömlu ryksuguna sína, þegar hann keypti sér nýja í vetur.
Maður spyr sig af hverju er maðurinn að kaupa sér nýja ryksugu ef hann á ryksugu sem virkar? Nákvæmlega, ég skil það ekki. Fékk enga almennilega skýringu á þessu hjá honum, þrátt fyrir að hafa spurt nokkrum sinnum.
Kannski á hann svona rosalega mikið af peningum að hann bara verður að kaupa sér ryksugu, því hann var búinn að kaupa sér allt annað?
Þetta viðhorf er í sjálfu sér ekkert slæmt. Mér hefur alltaf fundist það hálf glatað að safna og safna peningum, bara til að safna þeim.
Hitti hann í garðinum í dag. Við Sverrir vorum að koma úr hjólatúr, með viðkomu í sundi. Skutumst heim til að skila sunddótinu og vorum á leið í Bónus. Tilkynningaskyldan bauð mér að segja "pabbanum" í húsinu að við værum að fara í Bónus. Þá sagði hann mér að hann hefði ALDREI KOMIÐ INN Í BÓNUSVERSLUN!!
Hvernig er hægt að hafa aldrei komið inn í Bónusverslun? Þó svo að það væri ekki nema til að skoða? Ég meina ég hef meira að segja komið inn í Sævar Karl...
Hver getur svo haldið því fram að það sé ekki stéttaskipting á Íslandi?
Ætli ég hætti að versla í Bónus ef ég verð rík?
<< Home