englagrautur

þar sem ýkjur auka skilning

fimmtudagur, júlí 29, 2004

Stefnumót

Þegar ég hef fest svefn á ég stefnumót við þig. Við hugsum okkur til hvors annars og ég finn hvernig armar þínir umvefja mig. Á meðan við leikum okkur tala sálir okkar saman. Í hita leiksins reynum við að útliloka bjölluhljóminn sem kemur úr buskanum - en hann færist nær og nær. Að lokum verður hann ekki umflúinn. Augun opnast og nýr dagur er hafinn. Við tökum honum fagnandi, því að loknum nýjum degi kemur ný nótt og þá eigum við stefnumót.