englagrautur

þar sem ýkjur auka skilning

sunnudagur, júlí 25, 2004

Vinátta

Hef svolítið verið að velta því fyrir mér hvernær maður eignast vini. Hvenær verða kunningjar að vinum og hvernig vinir eru vinir. Eru vinir vinir þó að maður treysti þeim ekki fyrir öllum sínum hjartans málum? Eða geta vinir verið vinir ef maður teystir þeim kannski ekki neitt? Varla. Mér finnst þetta hugtak vera dýrmætt. Ég passa þetta orð. Það er ekki gott að ofnota það.
Ef allir sem maður hefur einhver persónuleg samskipti við eru titlaðir sem vinir, þá missir orðið merkinguna sína. Kannski ekki ósvipað og að vera sífellt að segja þeim sem maður elskar að maður elski hann.
Ég á fullt af alls konar vinum og enn fleiri kunningja. Ég á vini sem ég get talað við um mjög takmarkaða hluti og svo á ég vini sem ég get talað við um allt. Þetta er eiginlega svona skemmtilegur grautur af fólki. Suma þarf ég ekki að hitta eða heyra í í langan langan tíma, aðra langar mig að hitta oft oft. Þeir eru ekkert endilega betri vinir mínir, bara öðruvísi.

Það er svolítið undarlegt ferli sem fer í gang þegar maður er að eignast nýja vini. Þetta er viðkvæmt ferli. Svolítið brothætt. í sumar eignaðist ég nýjan vin.
Nýji vinur minn er strákur. Ferlið við að eignast strákavin er eiginlega miklu viðkvæmara en þegar maður eignast stelpuvin. Það getur alltaf einhversskonar misskylningur komið upp þegar miklar tilfinningar eru í gangi. Er alveg pottþétt að viðkomandi er bara vinur? Hvernig getur maður verið alveg viss? Ætli maður verði ekki bara að treysta? Traust er víst eitt það sem einkennir góða vináttu - sama hvernig vináttan er. Þannig að niðurstaðan hlýtur að vera sú að það er ekki hægt að kalla einhvern vin sinn sem maður treystir ekki.

Mér finnst ég vera heppin að þekkja fullt af fólki sem ég treysti og vona að treysti mér.