englagrautur

þar sem ýkjur auka skilning

laugardagur, júlí 24, 2004

Á eftir rigningu kemur stundum sól

Mér finnst alveg magnað hvað tæknin er skemmtileg. Að geta setið úti í garði og verið með tölvuna sína í fanginu og netið og allt. Auðvitað ekki þráðlaust net, því ég er svooo hrifin af snúrum. Það var skemmtileg rannsókn sem ég tók þátt í í gærkvöldi. Hún stóð reyndar alveg fram undir morgun. En það er víst þannig með svona rannsóknir, þegar þær eru viðamiklar taka þær oft langan tíma. Mér finnst fólk skemmtilegt. En ég skil það ekki alveg alltaf. Af hverju er fólk að fara út að "skemmta" sér, og stendur svo bara og lætur sér leiðast? Er ekki alveg að fatta það, jafnvel þó svo að það sé á einhverjum stað sem á að vera voða hipp og kúl.  Segi meira frá rannsókninni á eftir... sólin bíður mín.