englagrautur

þar sem ýkjur auka skilning

mánudagur, júlí 26, 2004

Súkkulaði þykir gott með rauðvíni

Mér finnst alltaf jafn skemmtilegt að sjá hvað við erum misjöfn - þ.e. mennirnir. Við erum víst eins misjöfn og við erum mörg, það segir amk máltækið. Ég er alveg að ná þeim þroska að skilja það að ekki hafa allir sama húmor og ég og það geta alls ekki allir lesið hugsanir mínar.
Ég fór í sjoppu um daginn, örugglega til að kaupa mér heislusúkkulaði eða eitthvað álíka gott fyrir kroppinn. Á afgreiðsluborðinu er í svona súkkulaði kassa, Nóa Síríus rjómasúkkulaði. Eins og sjálfsagt flest okkar kannast við. Það sem var hins vegar frábrugðið við þessi súkkulaðistykki var stærð og umbúðir. 40 gr stykki í nýjum umbúðum. Ég tek þetta upp og skoða vel og vandlega, svona til að ganga úr skugga um að ekki sé um nýtt súkkulaði að ræða - sem ég yrði þá auðvitað að smakka.
"Nú já, gamalt vín á nýjum belgjum" hugsaði ég og lagði súkkulaði stykkið aftur í kassann.
Afgreiðslustelpan horfði á mig og spurði mig hvort mætti ekki bjóða mér (ég held að hún hafi örugglega ekki verið að BJÓÐA mér), ég afþakka og segi að ég viti alveg hvernig þetta súkkulaði sé á bragðið.  "Nú" segir stelpan, "vinnur þú hjá Nóa og Síríus??????"
Ég meig næstum því á mig af innbyrgðum hlátri.

Svo veit maður náttúrulega aldrei, kannski var hún bara að snúa á hallærislegt svar mitt?? Og var sjálf alveg að míga á sig, hvað veit maður?