englagrautur

þar sem ýkjur auka skilning

sunnudagur, júlí 25, 2004

Tónlist

Af því að ég hef svo ótakmarkaðan tíma aflögu fékk ég lánaðan gítar um daginn. Svo arkaði ég á bókasafnið og fékk mér fullt af gítarkennslubókum. Núna er ég að bardúsa við að læra C og G og svo á ég bara D-ið eftir og þá ætti ég að vera orðin nokkuð örugg með hlutverk í rokkhljómsveit.
Ég verð að viðurkenna að mér líður hálf ömurlega, þegar ég sit með einhverja kennslubók fyrir framan mig og skil ekki neitt í neinu. Myndin framan á kennslubókinni er ekkert að hjálpa mér að vinna mig upp úr "aumingjaskapa-fílingnum": hópur af krökkum á aldrinum 5-11 ára og allir kunna að spila á gítar. 
Tilfinningin er af svipuðum toga eins og þegar ég kom til Frakklands með stúdendtspróf í frönsku í farteskinu, svo skildi ég ekki orð. Meira að segja litlu krakkagemlingarnir töluðu betri frönsku en ég!!!
Getur verið að aldur segi ekki allt um allt? Og ég sem hélt að ég væri loksins að verða seif!