englagrautur

þar sem ýkjur auka skilning

miðvikudagur, maí 25, 2005

Rúm

Þegar ég bjó um rúmið í morgun, leit ég út um gluggann. Þegar ég kom auga á gulan túlípanann rifjaðist upp fyrir mér ferðalagið okkar. Ég hafði ekki verið hrifin af túlípönum fyrr en þá. Hafði alltaf verið meiri rósakona. Í dag finnst mér ég vera margskonarkona. Hvort það er að einhverju leiti þér að þakka, skal ég ekki segja. En þú varst þarna og sást það gerast. Það er óumdeilanlegt.

Núna eru margir klukktutímar síðan ég hristi sængurnar, eftir leiki næturinnar, leit út um gluggann og lagaði koddana. Rúmteppið bíður eftir því að ég taki það og kuðli því saman.

Þegar ég sofna ætla ég kannski að hugsa til þín. Ég ætla örugglega að hugsa til túlípanans.