Ekki gleyma ástinni
Sem betur fer eigum við flest ástvini. Einhverjir sem standa okkur nærri og við erum tilbúin að vaða eld og brennistein fyrir. Þrátt fyrir að við elskum og elskum erum við ekki alltaf að básúna elskuna okkar. Af hverju?
Mamma: Veistu hvað?
Barn: Já...þú elskar mig voða mikið.
Mamma: ha? hvernig vissir þú það?
Barn: Af því að þú ert alltaf að segja mér það.
Mamma: ó...viltu að ég hætti því?
Barn: Nei..aldrei hætta því. Ég fæ alltaf svona kipp í hjartað þegar þú segir það við mig.
Öll þurfum við ást á borði..en líka stundum í orði.
<< Home