Sófahorn
Einu sinni sem oftar átti ég samtal um kynin, það sem er ólíkt þeirra á milli og það sem er sameiginlegt. Vinur minn segir að mynd hans af flutningum sé stelpa sem stendur út á miðju gólfi, skipandi fyrir verkum og tveir strákar að bera sófa á milli horna í stofunni.
Ég er nú aldeilis ekki tilbúin til að kyngja þessu:
Jóda: Ég neita að trúa því að stelpur séu svona. Ég t.d. geri allt svona sjálf. Ég bið ekki um hjálp, ég hef svo gaman af því að gera hlutina sjálf.
Vinur minn: Já, er það? Ertu ekki búin að vera með fullt hús af iðnaðarmönnum hjá þér undanfarið?
J: Jú reyndar, en mér finnst það mjög óþæginlegt...
V: Já er það? Ertu ekki búin að vera að snúa þeim í kringum þig eins og þú fáir borgað fyrir það?
J: Jú reyndar...en...
V: og ert að fá þá til að gera miklu meira en þeir í raun eiga að gera?
J: jú...reyndar...en sko....
V: Þeir eru strákarnir með sófann.
Kannski er ég ekkert öðruvísi en aðrar stelpur?
Ekkert betri - Ekkert verri - bara alveg eins?
<< Home