englagrautur

þar sem ýkjur auka skilning

þriðjudagur, febrúar 01, 2005

Kossar og Pusi litli

Við mæðginin vorum í sundi um daginn. Sverrir kemur til mín og kyssir mig, svo gerist hann hálf undarlegur og ástleitinn og kyssir mig mikið.

- Hvað ertu að gera Sverrir?
- Ég er að kela þig!
- Hættu þessu!
- Afhverju?

Nokkrum dögum seinna vorum við aftur í sundi. Sátum saman í hálffullum heita pottinum. Hann situr ofan á mér og beygir sig að mér.

- Sverrir, hvað ertu að gera?
- Ég er að sleikja á þér hálsinn
- Hættu þessu!

Svo líða nokkur andartök...

- Mamma má ég sjúga á þér varirnar?
- Nei!
- En öxlina?
- ....

Ég spyr: Fer þessu ekki bráðum að ljúka? Ég veit ekki hvað ég get afborið mikið af svona vandræðalegum mómentum á almannafæri.