englagrautur

þar sem ýkjur auka skilning

þriðjudagur, febrúar 08, 2005

Allt á fullu

Eftir að hafa legið undir feldi í janúar og hugsað og hugsað, þá er allt komið á fulla ferð aftur. Fyrir þá sem fylgdust með innilegu sambandi mínu við hagfræðikennara nokkurn, á síðustu önn, er gaman að segja frá því að allar þær heimildir sem ég er að vinna með þessa dagana, í tengslum við rannsóknina mína eru hagfræðilegs eðlis.

Þetta minnir mig á að á mínum yngir árum gerði ég stólpa grín að þessum vitleysingum sem hlupu út um víðan völl - og það án þess að nokkur væri að elta þá.

Já...það er víst alveg rétt að maður veit aldrei fyrr en daginn eftir...