englagrautur

þar sem ýkjur auka skilning

miðvikudagur, febrúar 02, 2005

Til umhugsunar

Jæja krakkar mínir, nú er ég byrjuð að lesa skólabækur aftur og þá getið þið nú aldeilis farið að hlakka til...allt það merkilega sem ég les og miðla áfram...vá maður lifandi. Rétt eins og eftirfarandi dæmi:

Child of unemployed man: "Why don't we have heat?"
Mother: "Because there is no coal"
Child: "Why is there no coal?"
Mother: "Because your father is out of work"
Child: "Why is my father out of work?"
Mother: "Because there is too much coal."

Þó svo að þetta hafi verið skrifað 1931 og fjallar um kol, þá má vel heimfæra þetta yfir á eitthvað annað í okkar tíma. Eins og til dæmis matvælaframleiðslu í verksmiðjum.
Nú hljóma ég eins og einhver afturhaldskommatittur, en minni á að það eina sem ég sagði um þetta mál er að það væri til umhugsunar...