KK
við mæðginin vorum að borða í gærkvöldi. Ég bendi á diskinn hans og segi að það sé köld kotasæla þarna, ef maturinn sé of heitur.
Sverrir: Mamma, hvað þýðir KK?
Jóda: (alveg svakalega stolt yfir þekkingu sonarins á íslenskum tónlistarmönnum) uuu...Kristján Kristjánsson?
S: Neibb
J: uuu...Kær kveðja?
S: Nei...Köld Kotasæla...en það getur líka þýtt margt annað, eins og Kristín að kúka, Kristján að kúka, Kristjana að kúka, Köttur í Kastljósi...hvað sagðir þú aftur?
J: Kær kveðja?
S: Já...
J: svo getur það líka verið kossar og knús
S: Já mamma mín
J: Þegar maður er að skrifa bréf þá skrifar maður stundum KK í lok bréfins
S: það er mjög ruglandi mamma, það getur þýtt svo margt.
<< Home