englagrautur

þar sem ýkjur auka skilning

miðvikudagur, febrúar 16, 2005

Matur og nærföt

Eftir að hafa skellt á, þá hugsaði ég með mér að það gæti nú varla skaðað mikið þó ég þekktist þetta boð. Ég meina það þurfa allir að nærast. Ég þyrfti ekki einu sinni að gera neinar ráðstafanir, því ég á mig sjálf og enginn hefur umráðarétt yfir mér. Sonur minn yrði hjá pabba sínum. Allt eins og best verður á kosið.

Ég hef áður velt upp þeirri spurningu hvort ég sé ekkert frábrugðin öðru kvenfólki. Ég er amk ekki frábrugðin stereotýpunni í þeim málum, að ég veit ekkert í hverju ég á að fara. Veit ekkert hvernig matur þetta verður. Á ég að taka með mér vín, vera í fínum nærfötum eða hvað?

Ég veit samt ekki með nærfötin. Ég á enga sparibrók. Engin silkinærföt, sem ég dreg fram í dagsljósið við sérstök tækifæri. Kannski ég sleppi þeim bara og taki tvær vínflöskur í staðin?

Eins og svo margt annað, þá kemur þetta í ljós.