Er ekkert fyrir endaþarmsmök!
Mér bauðst tveggja vikna tilraunaáskrift af DV og þáði hana. Þessvegna hef ég náð að fylgjast nokkuð vel með umræðu um endaþarmsmök unglingsstúlkna. Þær eru víst bara með kúkinn í buxunum og deifikrem í vasanum.
Ég ætla alls ekki að gera lítið úr þessari umræðu. Enda er hún mjög þörf. Mér fannst svolítið gott á foreldar, þegar landlæknir hélt því fram að það væri foreldranna að kenna börnum hvað telst eðlilegt og hvað ekki. Þetta væri hreinlega uppeldislegt atriði.
Nú ætla ég ekki að dæma um það hvort endaþarmsmök teljast til eðlilegs kynlífs eða ekki.
En hins vegar er náttúrulega ekki eðlilegt þegar 13 ára stúlka skrifar í dagbók sína að hún ætli að biðja "hann" um að fara varlega næst, ekki byrja að hamast á henni strax. Hún verði að fá tíma til að venjast þessu helvíti.
Svo var ég að lesa DV í dag. Þar var birt lesenda bréf frá 13 ára gamalli stúlku - Í þessu bréfi segir hún meðal annars:
" Mig langar til þess að taka það fram út af umfjölluninni um að allar ungar stelpur séu að stunda endaþarmsmök á full, að það er sko ekki rétt...Ég er 13 ára og er mjög vandlát á mitt kynlíf og er ekkert að láta taka mig í rassgatið. Ég er ekki svona og flestar stelpur á mínum aldri eru það ekki heldur, við stundum ábyrgt kynlíf og viljum ekki láta mála okkur upp sem einhverjar druslur þó nokkrar stelpur séu að samþykkja þetta. "
Nei, auðvitað eru ekki allar 13 ára stelpur að láta taka sig í rassgatið. En hér höfum við samt 13 ára stelpu sem talar um að hún sé mjög vandlát á sitt kynlíf og það séu einnig flestar stelpur á hennar aldri.
Erum við ekki að grínast hérna?
Ég held að ég verði að taka undir orð landlæknis að nú sé komið að foreldrum að taka sig örlítið saman í andlitinum og fara að sinna börnunum sínum!
<< Home