englagrautur

þar sem ýkjur auka skilning

fimmtudagur, febrúar 17, 2005

Brúnt eða appelsínugult?

Hvernig stendur á því að maður sækir í það sem gerir manni ekki gott?
Ég er búin að engjast í allan dag. Búin að þrá fátt heitara en að fá mér brauð og sultu og sætabrauð og súkkulaði og lakkrís og... og... og...

Ég er pínulítið búin að láta það eftir mér. Á meðan ég er að reyna að halda mér vakandi þá hugsa ég með mér að nú sé nóg komið af svona áti og héðan í frá verði bara borðaðar gulrætur og spínat. Svo sofna ég.

Þegar ég vakna langar mig mest af öllu í súkkulaði og lakkrís... hugsa að ég endi með að leggja á mig sjoppuferðalag, mun frekar en hættuför í eldhúsið, þar sem mannætu gulræturnar eiga heima.