Afmæli
Sonur minn, ein aðalsöguhetja þessarar síðu á afmæli í dag. Hann er sjö ára.
Áður en hann fór að sofa í gær, sagði hann: mamma, það væri ótrúlegt ef ég myndi vakna í fyrramálið og væri kominn með skegg! Það væri alveg klikkað!!!
Get ekki annað verið en sammála því.
Dagurinn í dag er honum helgaður, kvöldið og nóttina á ég sjálf.
<< Home