Enn um átök
Ég er í nokkur ár búin að eiga í samskiptum við manneskju sem er vön að fá sínu fram. Yfirleitt kemur okkur nokkuð vel saman. En þegar við lendum í því að vera ósammála þá endar það yfirleitt með því að ég gefst upp. Þegar ég er harðákveðin í því að gefast ekki upp, þá segir hún ræðum það á morgun, heyri í þér á eftir, tölum um þetta seinna....
Nýjasta nýtt:
Þegar ég er búin að berjast hetjulegri baráttu og vikið mér fimlega undan öllum "á morgun - á eftir - seinna" frösunum og er orðin úrvinda og andlaus og við það að bresta...skiptir hún út og lætur aðra - full ferska - manneskju hringja í mig og halda uppteknum hætti.
Ég þarf greinilega að fara að safna fleiri einstaklingum í liðið mitt...
<< Home