englagrautur

þar sem ýkjur auka skilning

sunnudagur, júní 05, 2005

Sólin og fólkið í henni...

Helgin mín er búin að vera yndisleg að næstum því öllu leiti. Ég er búin að baka, synda, leika, sofa, dansa, syngja og ég veit ekki hvað og hvað. Það er þó eitt með þessa helgi, hún hefur vakið upp mun fleiri spurningar en hún hefur svarað. Ég verð að viðurkenna að mér finnst óskaplega erfitt að fá spurningar í kollinn sem ekki nein svör koma við.

Allt þetta fólk og allt þetta sem fylgir öllu þessu fólki!
Hvað á maður að gera við það?

Eftir skemmtilega dansæfingu gekk ég heim og naut þess að fylgjast með öllu fólkinu borða pylsur og glennti andiltið í átt til sólar...

...Þegar ég er orðin stór ætla ég alltaf að vakna klukkan sex og njóta lífsins sem er rétt að byrja að anda á þeim tíma.
Að labba úti á þessum tíma, er ekki bara sérstakt, heldur pínulítið eins og það sé ekki þessa heims...