englagrautur

þar sem ýkjur auka skilning

fimmtudagur, ágúst 11, 2005

Ballið er byrjað

Í gær sló ég niður flísarnar í eldhúsinu og undirbjó skápa fyrir málun. Fékk til mín fagmann (hljómar miklu betur en að segja Flosa hennar Nínu) til að meta ástand borðplötunnar og fékk falleinkun á hana. Undirbúningsvinnu verður senn lokið en ég er hvorki búin að ákveða hvernig flísar né hvernig málningu ég ætla að fjárfesta í...spennan er gífurleg á heimilinu.

Fram að þessu er ekkert sem bendir til þess að þessar framkvæmdir verði eins tímafrekar og dramatískar og baðherbergisframkvæmdirnar. En hvað veit maður? Ég átti svosem ekki von á því að fá pípara inn í fataskáp til mín, þegar ég sló niður fyrstu flísina inni í sturtuklefanum.
Hvað þá að Siggi smiður myndi rífa upp gólfið í svefnherberginu...allt út nokkra klukkutíma framkvæmdum á baðinu.

Það er alltaf gaman að byrja á svona framkvæmdum, en ég verð að segja það að ég hlakka mest til þegar þeim verður lokið.